top of page

Námskeið um blágrænar ofanvatnslausnir

Endurmenntun HÍ, í samstarfi við Alta, Reykjavíkurborg, Veitur og CIRIA, heldur tvö námskeið um blágrænar ofanvatnslausnir núna í haust.  Á námskeiðunum verður m.a. farið í hönnun mismunandi lausna, grunnforsendur, útreikninga, mengun og öryggismál. 

Annað námskeiðið er haldið 24. september en þá verður Sue Illman landslagsarkitekt og frumkvöðull í þessum málaflokki með inngangsnámskeið og 27. og 28. nóvember verða Anthony McCloy verkfræðingur og Robert Bray landslagsarkitekt með framhaldsnámskeið. Þessir kennarar hafa allir mikla reynslu af innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í Bretlandi.


Sjá einnig fréttir á vef Reykavíkurborgar og Veitna.



bottom of page