1/7
Miðlun vatns í takt við náttúruna...

Reykjavíkurborg hefur markað sér stefnu um að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir (BGO). Innleiðing þeirra er ein lykilaðgerð borgarinnar til að auka seiglu gagnvart loftslagsbreytingum og skapa vistvæn hverfi í Aðalskipulagi Reykjavíkur. Ávinningur BGO er margþættur, s.s. hreinna ofanvatn, grænna umhverfi, aukinn líffræðilegur fjölbreytileiki í byggðinni og lægri viðhaldskostnaður.

 

Með blágrænum ofanvatnslausnum eru náttúrulegir ferlar notaðir við meðhöndlun rigningarvatns í þéttbýli. Notkun þeirra hefur færst í vöxt víða um heim á síðustu áratugum.

Vinna er í gangi við mótun leiðbeiningarefnis um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í Reykjavík og verður það birt hér á þessum vef ásamt gagnlegu ítarefni fyrir þá sem þurfa að koma að innleiðingunni. 

Nýjar fréttir