top of page

UM SÍÐUNA

Reykjavíkurborg hefur markað stefnu um að nota sjálfbærari leiðir við meðferð ofanvatns í borginni. Það er gert með því að innleiða svokallaðar blágrænar ofanvatnslausnir (BGO). Innleiðing þeirra er ein lykilaðgerða borgarinnar til að auka seiglu hennar gagnvart loftslagsbreytingum og skapa um leið vistvæn hverfi í Reykjavík, sbr. stefnu í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

Ávinningur blágrænna ofanvatnslausna er margþættur, s.s.:

  • hreinna ofanvatn,

  • grænna umhverfi,

  • aukinn líffræðilegur fjölbreytileiki í borginni,

  • lægri stofn- og rekstrarkostnaður fráveitukerfa og

  • minni flóðahætta

 

Blágrænar ofanvatnslausnir eru frábrugðnar þeim hefðbundnum að því leyti að þær eru sýnilegar ofanjarðar og krefjast því skilnings almennings á því hvað um er að ræða. Mikilvægur þáttur í innleiðingu er því að byggja upp almenna þekkingu hjá íbúum og sérfræðingum á því hvernig þær virka. Innleiðingin þýðir jafnframt grundvallarbreytingu á meðferð ofanvatns, sem þýðir breytingu á vinnubrögðum allt frá skipulagi byggðar, til hönnunar, uppbyggingar og reksturs veitukerfa og grænna svæða.

Reykjavíkurborg og Veitur hafa lagt áherslu á uppbyggingu þekkingar um blágrænar ofanvatnslausnir hérlendis og gefa því út þessar leiðbeiningar um efnið. Þær geta nýst þeim sem þurfa að koma að innleiðingunni í Reykjavík til þess að hefjast megi handa við útfærslur og lausn

 

Hér á vefnum má finna upplýsingar og gögn sem sem tengjast blágrænum ofanvatnslausnum almennt og sérstakt leiðbeiningarefni fyrir innleiðingu þeirra í Reykjavíkurborg

bottom of page